28.04.2018 08:35

Aðalfundur

Haldinn var aðalfundur 25. apríl s.l. kosið í stjórn sem skipti þannig með sér verkum:

Stjórn 2018 til aðalfundar 2019


Formaður:
Brynjar Már Bjarnason

Gjaldkeri: Sonja Þórsdóttir

Ritari: Anna Lyck Filbert

Meðstjórnendur:
Adam Finnsson
Árni Sveinsson
Bjarki Þór Arnarson

Fulltrúar í svæðisstjórn á svæði 1:
Anna Lyck Filbert

22.04.2018 10:21

Ársskýrsla 2017

Ársskýrslan er tiltæk undir hlekknum "Skrár" hér til hægri.
Enn er ekki hægt að uppfæra heimasíðu sveitarinnar www.bjsvkjolur.is

10.04.2018 11:16

Uppfærsla heimasíðu

Ekki hefur verið hægt að uppfæra heimasíðu sveitarinnar www.bjsvkjolur.is vegna tæknilegra erfiðleika hjá þjónustuaðila vefhýsingar.  Því er verið að gera tilraunir með að nýta vefsíðuhluta myndasíðunnar kjolur.123.is. Heimasíðan sem slík er þó virk.  Myndaalbúmin eru hér áfram og er hlekkur á þær hérna til hliðar hægra meginn svo og útkallalistinn.

08.04.2018 17:36

Rysjótt tíð í febrúar 24. febrúar 2018 - 10:15

Það hefur verið í ýmis  horn að líta hjá björgunarsveitum landsins í febrúar. Hver lægðin á fætur annarri hefur valdið usla með hvassviðri, og úrkomu af ýmsu tagi. Það sem af er febrúar eru 19 útköll komin hjá Kili, þar af 9 vegna veðurs hér á svæðinu eða í grenndinni.   Línuritsmyndin sýnir vikuyfirlit fyrir Skrauthólaveðurstöðina (af vef Veðurstofunnar). Á henni má sjá hvernig þrjár lægðir  hafa heimsótt okkur með stuttu millibili og mestu vindhviður skotist yfir 50 metra á sekúndu, ( 180 km/ klst ) miðjulægðin  er í fárviðrisstyrkleika. Vegalokanir eru tíðar og sýnist fólki sitt hvað um þær. 
Veður er mismunandi kringum Esjuna og veðurstöðin á Skrauthólum er næst Grundarhverfinu á Kjalarnesi. 


06.05.2004 12:00

Upplýsingasíða sveitarinnar opnuð?!

Hér með er síða sveitarinnar formlega opnuð!
hér verða færðar inn fréttir fyrir meðlimi sveitarinnar..

  • 1
Today's page views: 460
Today's unique visitors: 12
Yesterday's page views: 1403
Yesterday's unique visitors: 11
Total page views: 468959
Total unique visitors: 49645
Updated numbers: 6.7.2025 19:17:05

Archive

Um sveitina:

Name:

Björgunarsveitin Kjölur

Cell phone:

616 8493

Address:

Þórnýjarbúð, Grundarholt

Location:

116 Kjalarnes

Alternative website:

http://www.bjsvkjolur.is

Social security number:

690390-1089

Bank account number:

0315-26-26332

Links