Um sveitina

Björgunarsveitin Kjölur
 Þórnýjarbúð, Grundarholti, 116 Kjalarnesi
  

bakvaktarsími: 616-8493/ 660-2962

Starfið
Björgunarsveitin KJÖLUR er sú minnsta áhöfuðborgarsvæðinu, en heldur úti engu að síður mjög öflugri starfsemi. 13 mannseru á útkallslista (2018). Hún sinnir útköllum og verkefnum á sjó og landi. Tilað mæta þeim verkum, hefur sveitin yfir að ráða nokkrum tækjakosti svo sem; FordEconoline, Toyota Landcruiser, Zodiac M4 slöngubát
og tveimur fjórhjólum.
Sérstaða sveitarinnar er á sviði fyrstuhjálpar þar sem samstarfssamningur er ígildi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins síðan 2006.  Samningurinn nær tilútkalla vegna alvarlega slysa og bráðaveikinda á Kjalarnesi og í Kjós.
 

Saga slysavarna- ogbjörgunarstarfa á Kjalarnesi
Upphaf sögu slysavarna- ogbjörgunarstarfa á Kjalarnesi má rekja til stofnunar Slysavarnadeildar Kjalarnessþann 29. desember 1949. Deildin beitti sér strax fyrir því að fá fluglínutækifrá SVFÍ og að hópur manna yrði tiltækur í björgunarstörf innan hreppsins. Aukþess stóð deildin fyrir fræðslu um fyrstu hjálp, brunavarnir og barðist fyrirþví að koma símamálum Kjalnesinga í viðunandi horf. Mikill kraftur var ídeildinni strax í upphafi og nánast allir íbúar hreppsins félagsmenn, eða um 173manns. Fyrsta stóra "útkall" deildarinnar var björgun áhafnar og farþega þegarLaxfoss strandaði við sunnanvert Kjalarnes árið 1952.

Starfsemin var lítil á árunum 1965-1975 og búnaður afar fábrotinn, eittfluglínutæki, fyrstu hjálparkassi og einar börur og auk þess dreifður umhreppinn.

Árið 1975 varðsjóslys íHofsvíkinni þegar trilla sökk og tveir menn fórust. Í kjölfarið var keypturslöngubátur, búnaður endurnýjaður og starfsemin rifin upp aftur. Deildin fékksína fyrstu aðstöðu í gömlu hænsnahúsi í Grundarhverfi, sem var á þeim tíma aðbyggjast upp. Fór svo að björgunarsveitin efldist með nýju fólki og varðslysavarnadeildinni yfirsterkari, þannig að leiðir skildu árið 1983 og lognaðistslysavarnadeildin út af í kjölfarið.

Björgunarsveitin, sem fram aðþví hafði verið nafnlaus, fékk nafnið Kjölur, sem dregið er af kjalarlagiKerhólakambs í Esjunni.
Unimog torfærubifreið var keypt árið 1983 og stuttu síðar eignaðist sveitin sinnfyrsta almennilega fyrstu hjálpar búnað. Þegar nýtt áhaldahús hreppsins varbyggt við Grundarhverfi árið 1986 fékk sveitin inni í hluta hússins ásamtslökkviliðinu. Þar hefur sveitin aðstöðu enn þann dag í dag. Starfsemin varðfyrir miklu áfalli árið 1992 þegar áhaldahúsið og allur búnaður sveitarinnarbrann til kaldra kola. Þar á meðal nýr Ford Econoline sem hafði verið keypturhálfu ári áður. Með mikilli vinnu og aðstoð frá öðrum sveitum og nærsveitungumtókst að gera sveitina útkallshæfa fljótlega aftur.

Á næstu árum eftir brunann vartalsverður kraftur í starfseminni, meðal annars stofnuð unglingadeildin Stormur og um 25manns á útkallslista.
Sveitin lá í dvala í nokkur ár í kringum aldamótin 2000 en síðan þá hefurverið góður skriður á henni.Frá 2006 - 2010 var samstarfvið Klébergsskóla um valáfanga í björgunarsveitarstarfi á unglingastigi.Unglingadeildin Stormur var virk frá 2008 til 2013.
Tækjakostur sveitarinnar hefur verið bættur og aukinn og samanstendur af tveimur bifreiðum,slöngubát og fjórhjólum.

Árið 2006 var gerðursamstarfssamningur við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins vegna slysa ogbráðaveikinda á Kjalarnesi og í Kjós. Því er sérhæfing sveitarinnar orðin nokkurá sviði fyrstuhjálpar. Útköllum hefur fjölgað jafnt ogþétt frá aldamótum.  Jafnframt skipa slysavarnir ákveðinnsess í starfi sveitarinnar líkt og í upphafi.
 

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1776
Gestir í gær: 872
Samtals flettingar: 126343
Samtals gestir: 25119
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:04:29

Um sveitina:

Nafn:

Björgunarsveitin Kjölur

Farsími:

616 8493

Heimilisfang:

Þórnýjarbúð, Grundarholt

Staðsetning:

116 Kjalarnes

Önnur vefsíða:

http://www.bjsvkjolur.is

Kennitala:

690390-1089

Bankanúmer:

0315-26-26332

Tenglar